Erlendir ríkisborgarar

  • Þurfa erlendir ríkisborgarar að greiða iðgjöld í lífeyrissjóði?

    Þeir erlendir ríkisborgarar sem fá greidd laun hér á landi greiða í lífeyrissjóð eftir sömu reglum og íslenskir ríkisborgarar, samkvæmt íslensku lífeyrissjóðalögunum. Undantekning frá þessu er þegar erlendur ríkisborgari á EES- svæðinu er starfsmaður erlends fyrirtækis í takmarkaðan tíma og hefur svokallað A1 vottorð frá heimalandi sínu. Þá nýtur hann tryggingar samkvæmt almannatryggingalöggjöf síns heimaríkis.

  • Hvað verður um iðgjöld erlendra ríkisborgara þegar þeir flytja heim aftur?

    Þegar milliríkjasamningur er til staðar er ekki heimilt að endurgreiða iðgjöld til erlendra ríkisborgara þegar þeir flytja frá Íslandi.

    Ísland er nú þegar með milliríkjasamninga við yfir þrjátíu ríki sem hér verða nefnd samningsríki, þ.e. Bandaríkin, Bretland, Færeyjar, Kanada og EES ríkin, auk Sviss þ.e. öll EFTA- og ESB ríkin.

      • EFTA ríkin: Ísland, Noregur og Liechtenstein. Einnig Sviss vegna aðildar sinnar að Vadus samningi EFTA ríkjanna.
      • ESB ríkin: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland (og Álandseyjar), Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Króatía, Kýpur (gríski hlutinn), Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland. Ungverjaland, Þýskaland.

    Ef milliríkjasamningur er ekki til staðar 

    Þá er endurgreitt framlag sjóðfélaga og launagreiðanda, án vaxta en með verðbótum. Ef sjóðfélagi hefur öðlast svokallaðan rétt á framreikningi örorku (sem er venjulega eftir 3 ár) getur endurgreiðsluhlutfallið lækkað.