Lífeyrir er skattlagður eins og hverjar aðrar vinnutekjur en lífeyrisþegar geta nýtt sér persónuafslátt til að lækka skattana. Þar sem lífeyrisiðgjöld eru greidd óskattlögð í lífeyrissjóð er komið í veg fyrir tvísköttun lífeyris. Réttindi hjá lífeyrissjóðum eru undanþegin fjármagnstekjuskatti af vaxtatekjum.
Sömu skattareglur gilda um iðgjöld vegna viðbótarlífeyrissparnaðar og í lífeyrissjóð, þ.e. iðgjöld eru frádráttarbær frá skattstofni en lífeyrisgreiðslur eru skattlagðar eins og hverjar aðrar atvinnutekjur. Lífeyrisþegar geta því nýtt sér persónuafslátt til að lækka skattana. Tekjuskattur er greiddur við útgreiðslu á viðbótarlífeyrisparnaði. Framlag launagreiðenda er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum fari það ekki umfram 12% af launum auk tveggja milljóna.
Sjóðfélagi getur að hámarki dregið 8% af launum frá skattskyldum tekjum, 4% vegna iðgjalds í samtryggingarsjóð og 4% í viðbótarlífeyrissparnað.
Framlag launagreiðenda er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum fari það ekki umfram 12% af launum auk tveggja milljóna.