Hálfur lífeyrir

Heimild til að taka 50% lífeyri frá Tryggingastofnun og 50% lífeyri frá lífeyrissjóðum frá 65 ára aldri. Heimildin til töku á hálfum lífeyri frá TR er háð því að viðkomandi taki samhliða hálfan lífeyri frá sínum lífeyrissjóðum. Samanlögð réttindi frá lífeyrissjóðum og TR (með skerðingum vegna snemmtökur) þurfa jafnframt að lágmarki að vera jöfn óskertum ellilífeyri hjá TR.  

Upplýsingar um rétt til töku hálfs lífeyris almannatrygginga er að finna á heimasíðu Tryggingastofnunar www.tr.is.

Gert er ráð fyrir að greiðsla hálfs lífeyris geti hafist 1. september 2018.