Skyldulífeyristrygging (samtrygging)

Á Íslandi er skyldubundið samtryggingakerfi. Samkvæmt því eiga allir launamenn og þeir sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur frá 16 til 70 ára aldurs að greiða iðgjald í lífeyrissjóð sem nemur 12% af heildarlaunum, sem skiptist almennt á milli launamanns og atvinnurekanda.

Samtryggingarkerfi þýðir að sjóðfélagar sameinast um að tryggja hver öðrum ellilífeyri til æviloka og verja sjóðfélagana og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku eða andlát.

Aðild að lífeyrissjóði er hluti af umsömdum kjörum hverrar starfsstéttar eða starfshóps.

 

 • Hver er ávinningurinn af því að greiða í lífeyrissjóð?

  Ellilífeyrir til æviloka. Örorku- og barnalífeyrir ef sjóðfélagi missir starfsgetu og verður fyrir sannanlegum tekjumissi vegna veikinda eða slyss. Maka- og barnalífeyrir er greiddur til maka og barna við fráfall sjóðfélaga. Möguleiki á hagstæðum lánum.

 • Af hverju þarf ég að greiða í lífeyrissjóð?

  Á Íslandi er skyldubundið samtryggingakerfi. Samkvæmt því eiga allir launamenn og þeir sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur frá 16 til 70 ára aldurs að greiða iðgjald í lífeyrissjóð sem nemur 4% af heildarlaunum.

  Launagreiðandi þinn greiðir almennt á móti þér 8% af heildarlaunum þínum og í sumum tilvikum er mótframlag launagreiðandans hærra hlutfall af launum.

  Sjóðfélagar teljast allir þeir einstaklingar sem greiða eða hafa greitt iðgjald til viðkomandi lífeyrissjóðs.

  Tilgangur lífeyrissjóða er að tryggja sjóðfélögum sínum ellilífeyri til æviloka auk þess að verja þá og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku (örorku- og barnalífeyrir) og andláts (maka- og barnalífeyrir).

 • Erfist almennur skyldulífeyrissparnaður?

  Nei, samtryggingarsjóðir erfast ekki. Séreignarsjóður eða viðbótarlífeyrissparnaður erfist hins vegar.