Lengra líf

Lífeyrissjóðir meta árlega tryggingafræðilega stöðu þar sem reiknað er jafnvægi milli eigna sjóðsins og skuldbindinga til greiðslu lífeyris. Ein forsenda þess útreiknings er hversu lengi fólk fær lífeyrisgreiðslur, þ.e væntingar um lífaldur Íslendinga. Fjármála- og efnhagsráðuneytið staðfestu nýja nálgun við þann útreikning í desember 2021
sem lífeyrissjóðir höfðu tvö ár til þess að innleiða.