Meðalævilengd Íslendinga hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár og er búist við að sú þróun haldi áfram. Það þýðir að öðru óbreyttu að gera þarf ráð fyrir því að lífeyrir sé greiddur yfir lengra tímabil.
Þessi tiltekna breyting veldur því að þinn lífeyrir er að öðru óbreyttu greiddur út á lengri tíma. Nákvæm áhrif geta verið mismunandi eftir lífeyrissjóðum, eftir þínum aldri, ávöxtun í framtíð, hvenær þú kýst að hefja töku lífeyris og fleiri þáttum.
Sjóðfélagar hafa umtalsvert svigrúm varðandi það hvenær þeir hefja töku eftirlauna. Hér eftir sem hingað til getur hver og einn haft val um upphaf lífeyristöku, hvort miðað er við lágmarksaldur lífeyrissjóðs og almannatrygginga eða hvort unnið er nokkur ár í viðbót. Upphæð mánaðarlegrar greiðslu fer eftir hvort fólk hefur lífeyristöku snemma eða seint, réttindin hækka eftir því sem upphaf lífeyristöku er seinna.
Einnig er hægt að auka sveigjanleika við starfslok með því að nýta séreignarsparnað, en hann er að fullu laus eftir 60 ára aldur.
Nei, áfram verður hægt að hefja töku eftirlauna við 67 ára aldur hjá öllum lífeyrissjóðum. Hins vegar er kerfið sveigjanlegt þannig að sjóðfélagar hafa bæði möguleika á snemmtöku lífeyris og eins að vinna lengur og hefja lífeyristöku seinna. Mánaðarleg greiðsla lífeyris er breytileg eftir því hvenær sjóðfélagi kýs að hefja töku lífeyris. Því fyrr sem sjóðfélagi kýs að hefja töku lífeyris því lengur er lífeyrir greiddur og mánaðarleg upphæð þar með lægri.
Lengi voru iðgjöld í lífeyrissjóði 10 – 12% af launum en frá 1. janúar 2023 er lögbundið iðgjald hjá öllum15,5%.
Því greiðir unga fólkið nú meira í lífeyrissjóð en fyrri kynslóðir og safnar þannig hærri upphæð, en á móti kemur að gera þarf ráð fyrir að greiðslurnar dreifist yfir lengra tímabil.
Almennt má ætla að breytingin hafi engin áhrif á þá sem hafa hafið töku eftirlauna.