Aðgerðir vegna COVID-19

 • Hvað eru lífeyrissjóðirnir að gera til að aðstoða fólk?

  Ríkisstjórn Íslands, Samtök fjármálafyrirtækja og Landssamtök lífeyrissjóða hafa gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu um viðbrögð vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Yfirlýsingin er aðgengileg hér.

  Lífeyrissjóðir hafa sett reglur um úrræði til að koma til móts við sjóðfélaga sem lenda í tímabundnum greiðsluörðugleikum.  Er sjóðfélögum bent á að nálgast upplýsingar um slík úrræði hjá sínum lífeyrissjóði.

  Opnað hefur verið á útgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar og er mikilvægt að sjóðfélagar sem hafa hug á að nýta sé þá heimild kynni sér málið vel. Nánari upplýsingar eru birtar á heimasíðum sjóðanna.

  Lífeyrissjóðir

   

 • Hvar finn ég upplýsingar um aðgerðir lífeyrissjóðanna?

  Lífeyrissjóðir eru með greinargóðar upplýsingar á sínum heimasíðum og starfsfólk sjóðanna reiðubúið til að svara spurningum rafrænt eða í gegnum síma.

  Lífeyrissjóðir

   

 • Hvað með sjóðfélagalán?

  Lífeyrissjóðir hafa sett sér reglur til að koma til móts við sjóðfélaga sem lenda í erfiðleikum við að standa skil á greiðslum sjóðfélagalána. Þeim sem sjá fram á að lenda í greiðsluörðugleikum vegna COVID-19 er bent á að hafa samband við sinn lífeyrissjóð og fá upplýsingar um þá möguleika sem þeim kunna að standa til boða. 

  Þess má vænta að afgreiðsla mála hjá sjóðunum taki lengri tíma en venjulega vegna mikils álags.  

  Lífeyrissjóðir

 • Er hægt að taka út viðbótarlífeyrissparnaðinn?

  Alþingi samþykkti tímabundna heimild til útgreiðslu á viðbótarlífeyrissparnaði til 31. des. 2021.

  • Umsóknarfrestur var til 31. des. 2021. 
  • Hámarksúttekt fyrir einstakling er 12 milljónir króna.
  • Hámarksgreiðsla á mánuði er 800.000 krónur.
  • Útgreiðslutímabil er að hámarki 15 mánuðir. 
  • Tekjuskattur er innheimtur af úttekt.

  Nánari upplýsingar eru birtar á heimasíðum sjóðanna.

  Lífeyrissjóðir